Starfsmenntunarsjóður

Umsóknir skulu berast á umsóknareyðublaði á netfang sjóðsins: starfsmenntunarsjodur@althingi.is.

Aðild að sjóðnum á það starfsfólk sem á aðild að félögum starfsmanna Alþingis, Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis.

Hámarksnámsstyrkur á tveimur árum er 560.000 kr. en 70.000 kr. fyrir tómstundanámskeið á ári. Ekki eru greiddir hærri styrkir en sem nemur framlögðum reikningum. Miðað er við afgreiðslu umsókna. Ef hluti styrkfjárhæðar hefur verið nýttur á tímabilinu hefur það áhrif á styrkfjárhæð. Hægt er að sækja um styrk fyrir verkefni allt að einu ári aftur í tímann miðað við lok verkefnis.

Sjóðsstjórn hefur sett það skilyrði fyrir úthlutun styrks að umsækjandi hafi greitt til sjóðsins undanfarna sex mánuði. Réttur til úthlutunar úr sjóðnum fellur niður sex mánuðum eftir starfslok.

Réttur til greiðslu samkvæmt ákvörðun sjóðsins fyrnist ef umsækjandi hefur ekki skilað nauðsynlegum gögnum innan sex mánaða frá dagsetningu tilkynningar um styrkveitingu.

Sendar eru út tilkynningar frá sjóðstjórn um úthlutun og sér gjaldkeri sjóðsins um að greiða út styrki gegn framvísun frumrits reiknings.

Starfsmenntunarsjóður starfsmanna Alþingis var settur á stofn í kjölfar samnings um uppgjör félagslegra réttinda starfsmanna Alþingis, dags. 17. júlí 1989. Reglugerð um sjóðinn var undirrituð 21. janúar 1993. Nýjasta reglugerð um starfsmenntunarsjóð er frá 2021.

Tekjur sjóðsins eru sérstakt framlag vinnuveitanda, sem er ákveðið hlutfall af föstum dagvinnulaunum félagsmanna, og vaxtatekjur.

Stjórn Starfsmenntunarsjóðs

  • Árni Davíð Magnússon – frá skrifstofu Alþingis
  • Ása Hulda Oddsdóttir – frá Ríkisendurskoðun
  • Helga Sigmundsdóttir – frá Umboðsmanni Alþingis
  • Svana Ingibergsdóttir – frá skrifstofu Alþingis (varamaður)

Stjórn sjóðsins er skipuð þremur fulltrúum starfsfólks og þremur varamönnum til tveggja ára í senn sem eru skipaðir af starfsfólki skrifstofu Alþingis og stofnunum þess.

Stjórn sjóðsins kemur að jafnaði saman fjórum sinnum á ári, í janúar, maí, september og nóvember. Sjóðsstjórn afgreiðir umsóknir, sker úr um vafaatriði, t.d. um sjóðsaðild og styrkhæfi umsókna, og tekur á öðrum málum sem upp kunna að koma.