Félag starfsfólks Alþingis

FSA er stéttarfélag opið starfsfólki Alþingis og rannsóknarnefnda Alþingis.
Netfang: fsa@althingi.is

Styrkir, sjóðir og önnur réttindi

Félagar í FSA eru jafnframt félagar í sjóðum sem stofnað er til með kjarasamningum FSA við forseta Alþingis.

Fjölskyldu- og styrktarsjóður

Markmið sjóðsins er að styrkja sjóðfélaga með fé og koma þannig til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæðna.

Orlofssjóður

Orlofssjóður starfsmanna Alþingis og Ríkisendurskoðunar er með orlofshús í Húsafelli, í Laugarási og á Akureyri.

Starfsmenntunarsjóður

Starfsmenntunarsjóður starfsmanna stofnana Alþingis veitir félagsmönnum styrki til símenntunar og fræðslu, innan lands sem utan.

VIRK

VIRK eflir starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku og virkni á vinnumarkaði.

Endurmenntunarleyfi

Skrifstofa Alþingis veitir launuð leyfi til endurmenntunar samkvæmt umsókn um slíkt. Leyfi miðast við að starfsmaður sæki sér endurmenntun sem nýst geti honum í starfi. Sjá innri vef Alþingis.

Samgöngustyrkur

Því starfsfólki sem nýtir sér almenningssamgöngur, hjóla eða ganga til og frá vinnu greiðir skrifstofa Alþingis samgöngustyrk.

Hlutverk FSA

Hlutverk félagsins er að efla samstarf félagsmanna og bæta kjör þeirra. Það skal efla gagnkvæman skilning og einingu meðal félagsmanna sinna.

Hlutverk FSA

  • FSA annast gerð kjarasamninga fyrir hönd félaga
  • FSA annast gerð stofnanasamninga fyrir hönd félaga
  • FSA fylgist með því að kjarasamningar séu haldnir
  • FSA fylgist með því að réttindi félaga séu í heiðri höfð
  • FSA stendur vörð um áunnin réttindi einstakra hópa félaga
  • FSA leitast við að leysa ágreiningsmál er varða kjör félaga

Stjórn FSA

  • Hildur Edwald, formaður
  • Ívar Már Ottason, varaformaður
  • Þuríður Benediktsdóttir, gjaldkeri
  • Inga Skarphéðinsdóttir, ritari
  • Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir vefstjóri

Hlutverk FSA er að standa vörð um og bæta kjör félagsmanna sinna.

Félagið skal fylgjast með því að samningar séu haldnir, réttindi félagsmanna í heiðri höfð og standa vörð um áunnin réttindi einstakra hópa félagsmanna. Þá skal félagið leitast við að leysa ágreiningsmál er varða kjör félagsmanna.