Félagið er stéttarfélag. Hlutverk þess er að standa vörð um og bæta kjör félagsmanna sinna. Það skal annast kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna við forseta Alþingis. Við gerð kjarasamninga skal ætíð taka mið af kjörum sambærilegra hópa í þjóðfélaginu.
Félagið skal fylgjast með því að samningar séu haldnir, réttindi félagsmanna í heiðri höfð og standa vörð um áunnin réttindi einstakra hópa félagsmanna. Þá skal félagið leitast við að leysa ágreiningsmál er varða kjör félagsmanna.
Rétt til aðildar að félaginu eiga allir starfsmenn Alþingis. Fyrsta greiðsla félagsgjalds jafngildir aðild að félaginu.

