Spurt og svarað

Orlofssjóður

Hversu lengi heldur fólk réttindum sínum í orlofssjóði?

Á því ári sem fólk lætur af störfum á það rétt á orlofshúsi það almanaksár, enda eigi viðkomandi næga punkta.

Hefji fólk störf að nýju helst fyrri punktaeign, sé hún kunn.

Lífeyrisþegar eiga rétt á að sækja um vikur að sumri eftir að úthlutun til félagsfólks hefur farið fram og lausa daga og helgar yfir vetrartímann.

Lífeyrisþegar geta sótt um annað sem í boði er, enda eigi þeir næga punkta.

Starfsmenntunarsjóður

Hversu lengi heldur fólk réttindum sínum í starfsmenntunarsjóði?

Sjóðsstjórn hefur sett það skilyrði fyrir úthlutun styrks að umsækjandi hafi greitt til sjóðsins undanfarna sex mánuði. Réttur til úthlutunar úr sjóðnum fellur niður sex mánuðum eftir starfslok.

Fjölskyldu- og styrktarsjóður

Hversu lengi heldur fólk réttindum sínum í fjölskyldu- og styrktarsjóði?

Sjóðfélagar halda réttindum í allt að sex mánuði eftir starfslok eða við tímabundinn flutning ef þeir hafa ekki öðlast réttindi í öðru félagi. Sjóðfélagar halda réttindum í sex mánuði ef þeir láta af störfum vegna aldurs og/eða hefja töku lífeyris, sbr. þó sérákvæði 4. gr.

Félag starfsmanna Alþingis

Hvert er félagsgjaldið?

Félagsgjaldið er 1.600 kr.

Hverjir eiga rétt á aðild að félaginu

Þeir starfsmenn sem starfa hjá Alþingi

Hvert leita ég ef ég þarf upplýsingar eða aðstoð við kjaramál?

Stjórn félagsins samanstendur af starfsfólki Alþingis sem kosið er í stjórn á aðalfundi. Stjórnarfólk er jafnframt trúnaðarmenn starfsfólks

Hvað felst í aðild?

Félagið rekur þrjá sjóði, fjölskyldu og styrktarsjóð, orlofssjóð og starfsmenntunarsjóð. Félagsmenn hafa rétt í þessum sjóðum, sjá nánar upplýsingar um hvern sjóð.

Hvenær fer aðalfundur félagsins fram?

Aðalfundir félagsins fara fram í upphafi árs, að jafnaði í febrúar. Þar er m.a. kosið í stjórn félagins. Allir félagsmenn geta boðið sig fram í stjórn félagsins.

Alþingishúsið séð frá Austurvelli
Alþingishúsið séð frá Austurvelli