vegna orlofshúsa FSA-RE
Leigjanda orlofshúss FSA-RE og þeim sem með honum dveljast er skylt að ganga vel um húsið, húsmuni og umhverfi hússins og kynna sér umgengnisreglur. Leigjandi ber ábyrgð á húsinu og öllum búnaði þess meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta tjón sem verða kann af völdum hans eða þeirra sem dveljast í húsinu á hans vegum á leigutímanum.
Leigjanda er óheimilt að framselja leigusamninginn án samþykkis félagsins.
Úthlutunarreglur um orlofshús FSA-RE
1. Sumarútleiga
Húsin eru leigð út frá viku 21 til og með viku 37.
| Nr. viku | Tímabil | Fjöldi punkta | Verð |
|---|---|---|---|
| 21-24 | Frá lokum maí fram í miðjan júní | 12 | 25.500 kr. |
| 25-32 | Frá miðjum júní fram í miðjan ágúst | 24 | 25.500 kr. |
| 33-37 | Frá miðjum ágúst fram í miðjan september | 12 | 25.500 kr. |
Eingöngu eru leigðar út heilar vikur á þessu tímabili, frá kl. 16 á föstudegi til kl. 14 næsta föstudag. Greiða skal fyrir sumarúthlutun áður en að leigu kemur.
Sérregla varðandi vikur 21-22 og 35-37: Ef hús er laust að morgni föstudags þess er vikuleigan byrjar, leigist húsið á kr. 25.500 en án þess að punktar dragist frá leigutaka. Sá sem fyrstur sækir um fær húsið án tillits til punktastöðu.
2. Vetrarútleiga
Á vetrartímabilinu eru húsin leigð út um helgar á kr. 12.000 eða í heila viku á kr. 20.000. Einnig er hægt að leigja stakar nætur í miðri viku á kr. 2.000. Leigt er út frá kl. 16 á föstudegi til kl. 14 á mánudegi ef um helgarleigu er að ræða og heil vika er frá kl. 16 á föstudegi til kl. 14 næsta föstudag. Stakar nætur leigjast frá kl. 16 til kl. 14 næsta dags. Greitt er við bókun.
Tímabil vetrarleigu er frá viku 38 á haustin til viku 20 að vori.
Einungis er hægt að hafa eina bókun í gangi í einu. Að lokinni dvöl í bústað er hægt að bóka að nýju.
3. Páskar
Um páska eru húsin leigð frá miðvikudegi fyrir páska og til annars í páskum. Leigugjald er kr. 12.000 kr. og 6 punktar. Páskaleigan er auglýst sérstaklega. Greiða skal fyrir páskaleigu innan viku eftir úthlutun.
Afbókanir
Ef orlofshús er afbókað með þriggja vikna fyrirvara eða meira og það leigist út aftur fæst endurgreitt.
Ef afbókað er með minni fyrirvara er ekki hægt að tryggja endurgreiðslu. Athugið að hafa þarf samband við orlofssjóð til að afbóka.
Punktaávinnsla
Fyrir hvern unninn mánuð vinnur starfsfólk sér inn einn punkt. Punktastaða er uppfærð einu sinni á ári, að vori til. Punktastöðu má sjá á svæði félagsfólks á orlofsvefnum.
Varðar þá sem láta af störfum
Á því ári sem fólk lætur af störfum á það rétt á orlofshúsi það almanaksár, enda eigi viðkomandi næga punkta.
Hefji fólk störf að nýju helst fyrri punktaeign, sé hún kunn.
Lífeyrisþegar eiga rétt á að sækja um vikur að sumri eftir að úthlutun til félagsfólks hefur farið fram og lausa daga og helgar yfir vetrartímann.
Lífeyrisþegar geta sótt um annað sem í boði er, enda eigi þeir næga punkta.
Síðast breytt 3. júlí 2025.
