
- Þegar komið er inn á vefinn þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappi.
- Smellið á Valmynd -> Orlofseignir -> Bókunardagatal (grænir reitir eru lausir dagar). Nánari leiðbeiningar er að finna á vefnum.
- Veljið upphafsdag og brottfarardag leigutímabils.
Athugið að helgarleiga er alltaf frá föstudegi til mánudags. - Allt sem bókað er á orlofsvefnum verður að greiða um leið og bókað er.
Hlekkur á bókunarvef – https://orlof.is/fsare
Tímabil haustleigu er frá 12. september til 6. janúar 2026.
- Á vetrartímabilinu eru húsin leigð út um helgar á 12.000 kr., heil vika á 20.000 kr. Einnig er hægt á vetrartíma að leigja stakar nætur í miðri viku á 2.000 kr. Helgarleiga er frá kl. 16 á föstudegi til kl. 14 á mánudegi en heil vika er frá kl. 16 á föstudegi til kl. 14 næsta föstudag. Stakar nætur leigjast frá kl. 16 til kl. 14 næsta dags.
- Ef orlofshús er afbókað með þriggja vikna fyrirvara eða meira og það leigist út aftur fæst endurgreitt.
Ef afbókað er með minni fyrirvara er ekki hægt að tryggja endurgreiðslu.
- Orlofssjóður FSA-RE vekur athygli á því að orlofssjóðurinn er skráður notandi myndlykils í orlofshúsunum.
Það er óheimilt að skrá orlofssjóð út og logga sig inn sem notanda.
Síðast breytt 2. október 2025
