Fjölskyldu- og styrktarsjóður

Fjölskyldu- og styrktarsjóður kemur til móts við tekjutap sjóðfélaga vegna ólaunaðrar fjarveru vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæðna og bætir útgjöld vegna ýmissa áfalla sjóðfélaga.

Umsóknareyðublað

Netfang: fos@althingi.is

Helstu styrkir sem sjóðurinn veitir eru: 

  • Heyrnartæki – styrkur allt að 50% af heildarkostnaði
  • Reglubundin krabbameinsleit – styrkt að fullu
  • Áhættumat hjá Hjartavernd – styrkt að fullu
  • Heilbrigðiskostnaður s.s. lækniskostnaður, lyfjakostnaður, sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, félagsráðgjöf, dvöl á heilsustofnun að læknisráði o.fl. – styrkur allt að 40% af heildarkostnaði
  • Tannlæknakostnaður – styrkur allt að 40% af kostnaði umfram kr. 50.000.- á ári
  • Laseraugnaðgerðir – styrkur er 60.000 kr. fyrir hvort auga
  • Gleraugnakaup – styrkur allt að 40% af heildarkostnaði á tveggja ára fresti
Tjarnargata 9 - Smiðja
Tjarnargata 9 – Smiðja

Stjórn Fjölskyldu- og styrktarsjóðs

Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Jón Magnússon

Axel Viðar Egilsson

Varamenn

  • Guðný Vala Dýradóttir
  • Kristel Finnbogadóttir Flygenring